Úrslit 1.maí hlaups Launafls og Krabbameinsfélags Austfjarða

1. maí hlaup Launafls og Krabbameinsfélags Austfjarða var haldið í sextánda sinn. Hlaupið er 13,5 km. Að þessu sinni voru þátttakendur 28 og var það mesta þátttaka frá upphafi.
Veðrið skartaði sínu fegursta og lék við keppendur sem og hvetjendur.

Fyrstur í mark í hópi karla var Gunnar Lárus Karlsson en hann hljóp á tímanum 00:53:15 og sló þar með 8 ára gamalt met Birkis Gunnlaugssonar sem var 00:53:45, annar í hópi karla var Sandor Kerekes á tímanum 00:57:23, þriðji var Sigurjón Rúnarsson á tímanum 00:58:31 og fjórði Kjartan Bragi Valgeirsson á tímanum 01:00:30.

Fyrst í mark í hópi kvenna var Hafrún Sigurðardóttir á tímanum 01:12:23, önnur var Þóra Jóna Árbjörnsdóttir á tímanum 01:12:30 og þriðja var Jóhanna Guðlaug Benediktsdóttir á tímanum 01:19:16.

Hlaupið er nú orðið fast í sessi meðal hlaupara og margir hafa tekið þátt ár eftir ár. Við hlökkum því til að endurtaka leikinn að ári og styðja um leið við það mikilvæga starf sem Krabbameinsfélag Austfjarða sinnir.