Rórabrú

Launafl lauk við að endurbyggja göngubrúna yfir Búðará í gær en hún skemmdist í óveðri haustið 2022. Launafl sá um verkefnið og einnig lögðu margir sjálfboðaliðar hönd á plóg.

Brúin tengir saman vinsælar gönguleiðir austan og vestan árinnar og því mikil ánægja með að hún sé aftur komin í notkun. Margir kenna brúna við Sigfús ,,Róra“ Guðlaugsson Rafveitustjóra Reyðarfjarðar til margra ára en Rafveitan stóð straum af framkvæmdinni árið 2015 þegar brúin var fyrst byggð.

Við hvetjum bæjarbúa til að reima á sig skóna og fara í göngu á þessu fallega svæði.