Launafl í hópi framúrskarandi fyrirtækja

Magnús Helgason framkvæmdastjóri Launafls tekur á móti kökunni
Magnús Helgason framkvæmdastjóri Launafls tekur á móti kökunni

Launafl fékk á dögunum viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki í rekstri, er þetta tólfta árið í röð sem fyrirtækið hlýtur þessa viðurkenningu.

Af þessu tilefni færðu starfsmenn Íslandsbanka starfsfólki okkar köku.

Einnig hlaut fyrirtækið viðurkenningu Keldunnar og Viðskiptablaðsins sem fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri og hefur Launafl hlotið þá viðurkenningu frá árinu 2017.

Við erum stolt af viðurkenningunum en báðar eru veittar að uppfylltum ströngum skilyrðum um öflugan og traustan resktur.