Launafl gefur Verkmenntaskóla Austurlands góða gjöf

Magnús Helgason framvkæmdastjóri Launafls og Arnar Guðmundsson deildarstjóri málmiðngreina VA við af…
Magnús Helgason framvkæmdastjóri Launafls og Arnar Guðmundsson deildarstjóri málmiðngreina VA við afhendingu súluborvélanna

Launafl gefur Verkmenntaskóla Austurlands tvær súluborvélar.

Tekið af heimasíðu VA:

Í dag afhenti Magnús Helgason framkvæmdastjóri Launafls Verkmenntaskóla Austurlands tvær súluborvélar frá Epple í Þýskalandi. Þetta er kærkomin viðbót við þá einu súluborvél sem var fyrir og munu þær nýtast vel til kennslu í smíðaáföngum sem og til annara verkefna innan skólans. Verkmenntaskólinn hefur ávallt átt í góðu sambandi og samstarfi við Launafl og er það mikill fengur að hafa Launafl hér í nærsamfélaginu og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir rausnarlega gjöf.