Starfsfólk Verkmenntaskóla Austurlands tók vel á móti fulltrúum Launafls í lok janúar.
Eydís Ásbjörnsdóttir kynnti námsframboð við skólann og sýndi aðstöðu nema. Maríanna Ragna aðstoðarverkstjóri í rafmagnsdeild Launafls og Benedikt Þór í byggingardeild sögðu frá sinni leið í námi og starfi. Nemendur fengu kynningu á fyrirtækinu og þeim deildum sem bjóða upp á starfsnám. Í dag getur fyrirtækið tekið við nemum í blikksmíði, pípulögnum, rafvirkun, húsasmíði og vélvirkjun.
Vel var mætt á kynninguna og góðar móttökur.