Umhverfi, Heilsu og Öryggi (UHÖ)

Stefna Launafls í umhverfis-, heilsu- og öryggismálum liggur til grundvallar við alla vinnu. Starfsfólk, stjórnendur og eigendur vinna ötullega að því að fyrirbyggja öll slys, alls staðar og stöðugt umbótastarf er unnið í umhverfis–, heilsu– og öryggismálum. Gerðar eru áhættugreiningar fyrir reglubundnum sem og óreglubundnum verkum. Lagt er kapp á að fylgja lögum, reglugerðum og leyfisákvæðum og í sumum tilfellum gengur fyrirtækið lengra til að tryggja að gætt sé ítrustu varúðar.

  • Allt nýtt starfsfólk fær nýliðafræðslu þar sem farið er yfir stefnu Launafls í umhverfis-, heilsu- og öryggismálum og framkvæmd hennar.
  • Stuðlað er að aukinni öryggis- og heilbrigðisvitund á meðal starfsfólks, til dæmis með reglulegum öryggisfundum.
  • Launafl er traust og áreiðanlegt fyrirtæki sem stuðlar að jákvæðum framförum gagnvart samfélaginu í öryggis- og heilbrigðismálum.
  • Fyrirtækið er framsækið og leitar sífellt að snjöllum og einföldum leiðum sem stuðla að auknum árangri á sviði öryggis- og heilbrigðismála þannig að Launafl verði fremst í flokki íslenskra fyrirtækja á þessu sviði.

 

Ef að það er ekki öruggt ekki gera það á þann hátt, komum heil heim að vinnudegi loknum.