Þann 12 janúar 2021 var undirritaður verksamningur á milli Launafls ehf og Fjarðabyggðar vegna uppsteypu og grunnlagnavinnu að nýju íþróttahúsi á Reyðarfirði.

Verkið hefst mjög fljótlega og eiga undirstöður undir límtréið að vera klárt um 20 mars nk.  Grunnlagnir og plata eiga svo að vera klár fyrir lok maí mánaðar.

Íþróttahúsið á svo sjálft að vera klárt á haustdögum og verður þetta mannvirki flott flóra í í tómstunda- og íþróttastarf  í Fjarðabyggð.