Í dag var undirritaður samstarfssamningur um stofnun Háskólasetur Austurlands í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Undirritunin fór fram í Tónlistarmiðstöð Austurlands. Launafl ehf er styrktaraðili að þessu verkefni, ásamt fjölmörgum öðrum fyrirtækjum og verður spennandi að fylgjast með hvernig þetta verkefni mun þróast og dafna í framtíðinni

Frekari upplýsingar um verkefni má finna á vef Fjarðabyggðar: Háskólasetur Austfjarða í undirbúningi