Þann 21. nóvember sl. var skrifað undir samning á milli Launafls ehf og Fjársýslu ríkisins um nýja viðbyggingu við Heilsugæslustöðina á Reyðarfirði. Um er að ræða 276 m2 timburhús á steyptum sökkli. Byrjað var að grafa fyrir grunni 23. nóvember sl. og verklok eru áætluð 1. nóvember 2019.

Á myndinni má sjá þá Sigurð Hlöðversson frá Fjársýslu ríkisins og Magnús Helgason frá Launafli.