Launafl hefur fest kaup áSkylift S46XDT körfubíl frá Bronto í Finnlandi, árgerð 2007. Bronto er talinn hafa ótvíræða kosti fram yfir aðra framleiðendur þar sem hann er búinn tveimur vökvatjökkum sitt hvoru megin á neðstu bómu sem gerir hann afar stöðugan og traustvekjandi fyrir notandann að vinna í.

Vinnuhæð er 46 metrar og er burðargeta körfunar 600 kg. Kraninn er búinn rafmagni upp í körfu, bæði einfasa 230v og þriggja fasa 400v. Hægt er að drífa kranann og körfuna eingöngu á rafmagni sem gerir notkun hans mjög svo umhverfisvæna. Það er þó háð því að komast í 400v/þriggja fasa.

Háþrýstilögn er til staðar í krananum með hraðtengjum á báðum endum þannig að þvottur t.a.m á þökum, veggjum, veggklæðningum, gluggum og gluggakörmum í allt að 46 metra hæð er ekki vandamál. Þar fyrir utan mætti nefna ótal verkefni í háloftunum sem verða leikur einn með þessu verkfæri miðað við þær aðstæður sem hafa verið í boði til þessa.