Sonja Gísladóttir hjúkrunarfræðingur heimsótti Launafl og leiðbeindi starfsmönnum með líkamsbeitingu í starfi. Hélt hún fyrirlestur fyrir alla starfmenn og fór í kjölfarið í hverja deild fyrir sig og skoðaði vinnuaðstöðuna. Sonja kom með gagnlegar ábendingar um hvernig æskilegt sé að starfmenn beiti sér við vinnu sína og kom með tillögur ef einhverju var ábótavant. Sýnt hefur verið fram á að líkamleg álagsmein eru meðal algengustu orsaka þess að fólk er frá vinnu og því ærin ástæða til að vinna skipulega að forvörnum.

Launafl vonar að starfmenn nýti fræðsluna vel og fari eftir ábendingum Sonju.