Hið árlega Launaflshlaup var haldið 1. maí sl. Hlaupið var frá skrifstofu Launafls á Reyðarfirði yfir á Eskifjörð. Góð þátttaka var í hlaupinu.

Philip Vogler setti saman eftirfarandi vísur í tilefni dagsins.

Snæfell til mín brosir blítt
bláan yfir sjó.
Í næsta firði næ í frítt
nesti og aðra skó.

Fjallið trónar tignarhátt
á toppnum hraun og snjór.
Orkudrykk ég einn fæ brátt
þó ekki kaldan bjór.

Úrslit í hlaupinu má sjá hér að neðan.

Karlar
Birkir Einar Gunnlaugsson 53:45:10
Daði Þór Óskarsson 1:03:20
Gísli Már Magnússon 1:03.50
Valur Þórsson 1:11:10
Jón Arnórsson 1:14:05
Ísak Máni Svansson 1:19:20
Philip Wogler 1:23:10
Magnús Helgason 1:24.25
Svanur Freyr Jóhannsson 1:24:35
Pétur Mariné 1:26:15
Snjólfur Björgvinsson 1:50:10

Konur
Bergey Stefánsdóttir 1:00:10
Elísabet Sveinsdóttir 1:24:45