Hið árlega Launaflshlaup fór fram 1. maí sl. Hlaupið var frá skrifstofu Launafls á Reyðarfirði yfir á Eskifjörð, alls 13,5 km. Þrettán hlauparar tóku þátt og sigurvegara má sjá á myndinni hér að ofan, f.v. Gísli Már Magnússon (2. sæti), Jóhanna Björk Magnúsdóttir (1. sæti), Daði Þór Jóhannsson (1. sæti) og Eyþór Hannesson (3. sæti).

Philip Vogler setti saman eftirfarandi vísur í tilefni dagsins. Mikill mótvindur (Kári) og þátttaka Kára Hjörvarssonar urðu honum innblástur.

Vindur þessi Kára er kær
kraft mun honum veita.
Sér mig Kári hinn og hlær
ég hleyp vart milli sveita.

Að ég ei þeytist þarf ei leyna,
þrusuferð er ekki.
Mitt besta samt er rétt að reyna
ræfil þó mig þekki.

Úrslit í hlaupinu má sjá hér að neðan.

Karlar
Daði Þór Jóhannsson 1:04:53
Gísli Már Magnússon 1:06:08
Eyþór Hannesson 1:09:12

Konur
Jóhanna Björk Magnúsdóttir 1:21:24
Amelía Sól Jóhannesdóttir 2:24:05