Jón Gestsson lét af störfum í verslun Launafls ehf eftir 11 ára starf fyrir félagið og hefur enginn starfsmaður útbúið jafn margar vökvaslöngur fyrir aðila hér á svæðinu og aldrei hefur ein einasta slanga klikkað hjá Jóni.

Það hefur alltaf verið klárt heitt kaffi kl 7 á morgnana hjá Jóni , en nú verður breyting á því þar sem Nonni er hættur.

Hádegisfjallið hefur verið augnayndi Jóns í langan tíma og fjallið honum afar kært, enda marg oft  labbað upp á það.

Launafl ehf óskar Jóni alls hins besta í framtíðinni og þakkar honum fyrir vel unnin störf, en aldrei að vita að Jóni líti við og geri við eina og eina slöngu. 

Jón Gestsson 01.03.2019
Klukkan sjö er kaffið klárt
því karlinn Jón er mættur.
Núna sussa margir sárt
því sjálfur Nonni er hættur.
Í slöngum og tengjum slyngur er
því stundum er ærið að gera.
Aldrei hefur slanga klikkað hér
handbragð hans mun af hér bera.
Út um gluggann horfði hátt
á Hádegisfjallið sitt kæra.
Fjallið hefur magnaðan mátt
meistarinn Jón það að mæra.
Ekki þó alveg farinn oss frá
frækinn og góður drengur.
Í sumar mætir máski aftur já
svo magnaður er búðar-strengur.