Launafl er stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu sem Framúrskarandi fyrirtæki árið 2018 frá Creditinfo en einungis 2% fyrirtækja á Íslandi hlutu viðurkenninguna þetta árið. Þetta er sjöunda árið í röð sem Launafl hlýtur viðurkenninguna. Þessi árangur undirstrikar það öfluga starf sem starfsmenn Launafls inna af hendi og staðfestir að fyrirtækið byggir rekstur sinn á sterkum stoðum.

Nánari upplýsingar um Framúrskarandi fyrirtæki 2018 má finna á vef Creditinfo.