Hið árlega Launaflshlaup fór fram 1. maí sl. Hlaupið var frá skrifstofu Launafls á Reyðarfirði yfir á Eskifjörð, alls 13,5 km. Í ár tóku 28 hlauparar þátt en það er metþátttaka. Sigurvegara má sjá á myndunum hér að neðan.

Karlaflokkur
1. sæti: Jón Jónsson – 0:58:07
2. sæti:Daði Þór Jóhannsson – 1:04:38
3. sæti: Baldur Marteinn Einarsson – 1:08:28

Kvennaflokkur + 14 ára og yngri
1. sæti: Bergey Stefánsdóttir 1:01:04
2. sæti: Borghildur Sigurðardóttir 1:07:05
3. sæti. Ísak Máni Svansson 1:08:04

Philip Vogler setti saman eftirfarandi vísur í tilefni dagsins.

Tökum allan veginn villt,
veðrið trúi ei spilli.
Hlaupið mitt er skokki skylt
og skeyti göngu á milli.

Gekk þér að ég vona vel,
– vænt innlegg í sumarstarf.
Lokaorð mín ljúf ég vel:
Að leiði þig að hlaupi arf-.

Sigurvegarar í karlaflokki: (f.v.) Baldur Marteinn Einarsson, Jón Jónsson og Daði Þór Jóhannsson.

Sigurvegarar í kvenna- og ungmennaflokki: (f.v.) Borghildur Sigurðardóttir, Ísak Máni Svansson og Bergey Stefánsdóttir.