Íslandsmótið í málmsuðu 2016 fór fram dagana 7. og 15. október sl. Þetta er í 23. skiptið sem að keppnin var haldin og að þessu sinni fór hún fram á þremur stöðum á landinu; í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í húsakynnum Launafls.

Keppt var í fjórum greinum: pinnasuðu PF og PC svart, MAG-suðu PF svart, logsuðu PF og TIG-suðu ryðfrítt H-L045. Þátttakendur gátu valið að keppa í einni til fjórum greinum en Íslandsmeistaratitilinn hlaut sá sem keppti í öllum greinunum fjórum og hlaut flest stig úr þeim samanlögðum. Vægi tíma var minna í keppninni en áður en meiri áhersla var lögð á gæði suðunnar. Tilgangur keppninnar er að auka metnað og virðingu fyrir málmsuðu á Íslandi. Meðfylgjandi eru myndir frá keppninni.

Úrslit á Reyðarfirði voru eftirfarandi:
1. sæti: Remigiusz Adam Kolkowicz
2. sæti: Stanislaw Myszak
3. sæti: Björgvin Jónsson