Bifreiðaverkstæði
Þann 8. ágúst mun Egill Stefán Jóhannsson taka við sem verkstæðisformaður á bifreiðaverkstæði Launafls og óskum við honum alls besta í nýrri stöðu hjá félaginu. Um leið þökkum við Kristjáni Bóassyni, fráfarandi verkstæðisformanni, fyrir gott samstarf á liðnum árum og óskum honum og hans fjölskyldu velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Enn fremur mun Heiðar Már Antonsson flytja sig um set úr versluninni og verða í afgreiðslu á bifreiðaverkstæðinu frá 8-17 en afgreiðslutíminn verður styttur í þann tíma mán-fimmt og föst 8-16. Heiðar mun jafnframt þessu sinna ýmsum störfum fyrir verslunina en verður með aðsetur bifreiðaverkstæðinu.

Starfsmannastjóri
Ragnheiður Elmarsdóttir mun hefja störf hjá Launafli 22. ágúst til að koma sér inn í þau verkefni sem Adda Ólafsdóttir er með. Adda hefur ekki tilkynnt nákvæmlega hvernær hún hefur fæðingarorlof, en Ragna mun gegna hennar starfi út árið 2017 á meðan Adda er í fæðingarorlofi.