Á dögunum kom 10. bekkur Grunnskólans á Reyðarfirði í heimsókn til okkar og fékk góða kynningu á Launafli ehf. Byrjað var á Óseyri 9 þar sem verkstjórar kynntu sínar deildir og svo var boðið upp á rúnstykki og farið yfir kynningu á félaginu. Að lokum var haldið út á Hraun 3 og deildirnar þar skoðaðar.